Ég var að setja upp Linux Fedora í gær og kláraði það bara og slökkti svo (og fór að sofa) en svo þegar að ég starta tölvunni í morgun þá fer ég aðeins að fikta í nýja kerfinu og fatta það að ég kann ekkert á þetta og veit ekki einu sinni hvernig ég á að setja upp ircið eða neitt til að fá hjálp!

Ok ég reboota og nota bootloaderinn sem að fylgdi með fedora (core 2) og (eins og ég hafði reyndar séð áður) þá hafði ég valmöguleikana Fedora og “Other”.

Ok, ég hugsa að linux hafi bara flokkað windows sem “rival other” en þegar að ég vel other þá kemur eitthvað command, man ekki nákvæmlega hvernig það var, en það var einhvernveginn svona:

“Loading other
hd0,0
chainloader +”

og svo gerist ekkert meira .. stendur þetta bara að svörtum skjá.

Þannig að ég þarf hjálp … ég er læstur inni í 5 gb Linux umhverfi og ég kann ekkert á það O_O!!