Sælt veri fólkið.

Ég er að reyna að setja Debian 3.0 rev2 upp á nýrri vél með Chaintech S848P móbói og á 300 GB Maxtor Maxline II disk. Og eins og vaninn er þegar maður er að setja upp linux þá er kominn upp böggur … Debian er bara að sjá 128GB (137.438.952.960 byte) af disknum mínum og eins og fráir reiknimeistarar sjá þá eru það 172GB sem eru ekki skila sér, slæmt það. Nú spyr ég eins og fávís kona: Sér einhver í fljótu bragði hvað sé í gangi hér? Hvurn fjárann þarf ég að gera til að fá 300 GB inn?? BIOSinn minn detectar 300GB vandræðalaust.

Veit ekki hvort það skipti máli en harði diskurinn minn er Primary master og geisladrifið er primary slave.