Hefur einhver hérna góða reynslu af að keyra Linux á fartölvu?
Hvaða distro, og á hvernig tölvu?

Ég er að fara að fjárfesta í einni, og datt í hug að fá mér Powerbook og keyra bæði OS X og Linux á henni, en hef líka verið að skoða IBM tölvur, Acer og jafnvel Sony Vaio Z1 (sem eru svo fallegar). Hafði í huga að vinna allt sem mér dettur í hug á henni; leiki, myndvinnslu fyrir prentun, kvikmyndagerð, skrifstofuhugbúnað, þráðlaust net, jafnvel setja upp netþjón á hana bara til að prófa. Hef þegar skoðað tuxmobil.org og linux-laptop.net, en það hjálpar ekki mikið við val á tölvu eða distro-i.

Málið er að mig langar að setja upp distro sem krefst þess að ÉG geri sem mest í uppsetningunni. Gerði tilraunir með Slackware í nokkurn tíma, og líkaði nokkuð vel, en það styður víst ekki neinar Apple tölvur. Langar að vita hvort eitthvað af svipaðri gerð sé til fyrir Mac, og bara fá reynslusögur.