Sælir
Ég tiltölulega nýr í linuxheiminum og er að keyra named DNS á linux lélinni minni (RH 9.0) og er að lenda í því að ég get bara ekki með nokkru móti stoppað named þjónustuna ég verð alltaf að killa hana. Þegar ég keyri stop skipunina skilar hún eins og hún hafa stoppað hana en gerir það í raun ekki samkvæmt ps -ef | grep named.
Þegar ég kíki svo í loggana segir þeir mér ekkert af viti.
Þetta er frekar þreytandi að killa hann alltaf og byggja hann svo upp þannig ef einhver hefur lent í þessu er lausn vel þegin…