Nú er ég loksins að fara að skipta um ISP. Búinn að vera nokkuð óánægður með þjónustuna hjá Ogvodafone í langan tíma.
Ég er búinn að vera að nota Debian í þónokkurn tíma en þar sem ég er að nota eldgamalt ASUS módem hef ég þurft að hafa Windows vél í gangi sem routar tengingunni til mín.
Þá er spurningin: Fylgir sniðugt Linux ADSL módem með áskrift hjá einhverjum íslenskum ISP? Er ekki annars annaðhvort Margmiðlun eða Simnet sem maður á að pæla í?