Ég hef verið að fikta við að fá íslenska orðasafnið sem Jörgen Pind setti upp fyrir ispell til að virka fyrir íslensku í OpenOffice.org

Það tókst en aff skráin sem ég bjó til er mjög frumstæð.


Aðferðin var eftirfarandi ef einhverjum hefur áhuga

afrita orðalistann inn á
/opt/OpenOffice.org1.1.1a/share/dict/ooo/is_IS.dic

Eða hvar sem skráasafnið er

Bæti orðafjölda eftst í skrána fundið með wc

Bý til skrána

is_IS.aff

sem
SET ISO8859-1
TRY esianrtolcdugmphbyfvkwzjxSNRTLGDMPHBEAUYOFIVKWJXþæðöÞÆÖáéíóúýÁÉÍÓÚÝ.
REP 3
REP g k
REP ass atns
REP dd tt

Bætti svo in í dictionary.lst sem er á sama skráasafni
DICT is IS is_IS

og
HYPH is IS hyph_is_IS
sem fengið er frá OpenOffice.org

Eftir þetta er íslenska möguleg í spelling