Kannast einhver hér við vandamálið sem ég er í. Ég er nýbúinn að setja ferðavélina mína upp aftur og nú er hún með RedHat 9 uppsett og java SDK 1.4. Vandræðin mín eru þau að ég setti upp nýjustu útgáfu af Intellij á vélina og þegar ég starta Intellij þá er eins og bakgrunnsglugginn birtist eingögnu, þ.e. bara einn stór svartur gluggi. Einstaka hlutar af forritinu geta síðan birst ef ég smelli með músini á rétta staði en það er samt ónothæft. Ég hef keyrt Intellij áður á þessari vél undir Windows og virkar fínt. Veit einhver hvað málið gæti verið. Ég vona að þið skiljið hvað ég er að meina.