Ég er að setja upp Gentoo í fyrsta sinn og hef áður verið að nota RedHat og Knoppix
Ég náði í 2 iso skrár á rhnet.is of fór alveg eftir leiðbeiningunum á gentoo.org.

Ég er með Alcatel SpeedTouch 570 þráðlausann router sem er tengdur við tölvuna sem ég ætla að setja Gentoo á. Hann virkar í Knoppix.

Þegar ég hef startað Gentoo af disknum segist það hafa fundið hardware og þ.á.m network interface eth0. Ég geri eins og sagt er í leiðbeiningunum prófa að pinga yahoo.com, ekki virkaði það. Síðan skrifaði ég net-setup eth0 og vel þar automatically configure by DHCP eða eitthvað álíka. Það virkar ekki heldur að pinga eftir það.

Ég fæ bara ekki netið í gang hvað sem ég geri. Getur einhver hjálpað mér með þetta?