Ég er í svolitlum vandræðum með xwindowingsystem í Debian 3.0.
Ég er búinn að setja upp Debian og ná í og setja upp Xfree86 með mjög nákvæmum upplýsingum um skjá og læti. Ég er með GeForce 4 ti4200 128mb ddr og er að nota “nv” driverinn fyrir það.
Nú, þegar ég geri startx blikkar skjárinn bara og gefur upp error message:

Fatal server error:
no screens found

Þegar ég skoða /var/log/XFree86.0.log eins og mér er bent á virðist allt vera í lagi þar til í tveimur síðustu línunum:

(–) Assigning device section with no busID to primary device
(EEE) No devices detected.

Hefur einhver lent í einhverju svipuðu og hefur lausn á þessu vandamáli eða getur bent mér á gangleg forums? Ég er btw búinn að eyða síðustu tveimur tímunum í að reyna að leysa þetta vandamál og búinn að nota ýmis forum svo og Google óspart án árangurs.