ég er ný búinn að setja upp RedHat 9.0 á tölvunni minni. Þetta er í fyrsta skipti sem mér tekst að setja upp linux og fá það til að virka á tölvu þannig að so far þá er ég nokkuð ánægður með mig:) Ég á hinsvegar í vandræðum með að komast á netið, mig virðist vanta driver fyrir netkortið (en það er innbyggt í móðurborðið (MS-6763)). Á heimasíðu <a href="http://www.msicomputer.com">Micro-Star International</a> fann ég enga drivera fyrir akkurat þetta móðurborð, og allir þeir driverar sem ég fann voru hvort eð er fyrir Windows. Nú spyr ég því ykkur, hvort þið vitið hvar ég geti nálgast þá drivera sem mig vantar?

Það gerir manni mjög erfitt fyrir þegar maður er að byrja að fikra sig áfram í nýju stýrikerfi að þurfa allaf að endurræsa tölvuna og hoppa yfir í Windows til að komast á netið. Mjög pirrandi.