Humm…

Ég held ég sé kominn með ástæðuna fyrir hvað red hat 9 var hægt hjá mér, og suse 9 sé einnig hægara en win xp.

Þegar ég keyri cat /proc/cpuinfo þá fæ ég upplýsingar um að ég sé með mobile AMD Athlon™ XP-M 2400+ sem ég veit að keyrir á 1.8Ghz minnir mig. En það furðulega er að í þessari cpuinfo skrá þá kemur í ljós að cpu MHz er 535.677

Ég geri ráð fyrir að þetta sé útaf speed step tækninni eða eitthvað álíka, en mig langar að vita hvernig ég fæ örrann til að svitna á eðlilegum hraða.