Hæ!

Ég er nýr í linux (hef bara unnið smávegis í textabundnu RedHat, en ekkert af viti) og hef unnið við MS umhverfi í mörg mörg ár. Ég kann að forrita í C++, Java osfr… Þannig að ég er vel kunnugur í tölvum, en bara ekki linux. EN því á að breyta. Ég þarf bara smá hjálp.

Ég er búinn að lesa nýbyrjagreinina, mjög góð og höfundur fær hér hrós. Man bara ekki hvað hún heitir.

Ég sótti Linux RedHat 9.0 ef binary.is, alla 3 diskana og brenndi þá. En þegar ég sá system requments brá mér heldur í brún. 233 mhz 192 mb ram!! Getur það verið. Ég hélt að allar tölvur réði við Linux.

Talvan sem ég ætlaði að setja þetta upp á er sem hér fer:

Intel Pentium S 133 Mhz
16 mb edo ram
2 gb hdd (120 gb diskur er í sleða, kem til hanns seinna)
2 mb skjákort
osfv.

Getur verið að þetta er bara bull sem stóð á disknum og að þessi talva ráði við Red Hat 9? Vona það

Einnig er ég að velta því fyrir mér hvort að hægt sé að tenga hana við netkerfið heima hjá mér, en allar tölvurnar þar eru á windows kerfum.. Er það hægt? Annars kemst ég ekki út á netið osrfv. Hvernig á ég að fara að því?

Það stóð í greininni hvernig ég ætti að nota msn, gott er það :)

Hvar er besti staðurinn til að finna drivera fyrir tölvuna..?

Einnig vill ég vita hvar ég get verslað linux-mörgæsina…

jæja gott og vel, vonandi var þetta ekki of mikið. en ég vill gjanra skipta frá honum bill yfir í nafna minn..

Kv,
Benedikt