Ég er að masquerate-a interneti út af linux tölvu og inn á heimilistölvurnar(allar á Windows). Nú vil ég opna á MSN 6 audio conversation og er að lenda í nokkru böggi. Ég er að nota RH 7.3 (kernel 2.4.18) og eldveggurinn er uppbyggður með iptables. Ég smíðaði hann satt að segja ekki sjálfur og er ekkert sérstaklega klár á iptables, en get þó lesið úr reglunum og get eitthvað aðeins modifiað. Nú er málið að forwarda bæði udp pökkum og tcp pökkum um portið 6901 inná eina tölvu á innranetinu (t.d. 192.168.1.2). Gæti einhver sýnt mér hverju ég þarf að bæta við eldvegginn?

Annað: hefur einhver lent í sama böggi og er með einhver pottþétt tips fyrir mig??

kk,
thom