Ég er ekki að vera með leiðindi og ég vil ekki neitt skítkast þetta eru bara spurningar sem ég er að athuga hvort einhver nennir að svara mér án þess að koma með RTFM.

Er möguleiki að setja upp Linux án þess að það rugli í allri tölvunni. T.d. vil ég EKKI sjá Linux taka yfir bootmanager með Lilo eða öðrum gamaldags bootmanagers, ég er með mun betri bootmanager sem ég vil halda og þoli ekki að setja alltaf rescue disk fyrir bootmanagerin til að laga þetta.

Afhverju eru svona strangar reglur með partition á Linux og afhverju má ekki setja það á extended partitons?
Var með vesen að gera þetta þar sem ég var þegar komin með fullkomna uppsetningu á WinXP og öll primary partitions voru í notkun af windows svo ég setti linux upp á annan HDD og það gekk vel fyrir utan bootmanagerin en þá getur hún ekki lesið windows partiton? Ég gat lesið öll þessi linux partiton úr windows með ext2FS Everywhere en það væri gaman ef þau gætu unnið betur saman í báðar áttir.
Er NTFS ennþá read-only úr linux?

Ef ég heyri einusinni helv. noob þá hætti ég við að skipta yfir á linux svo reynið að stilla ykkur, ég er ánægðum með windows og það hefur allt sem ég þarf svo ekki reyna að fæla mig frá linux með því að halda því fram að þið séuð svo 1337 eða eitthvað. Hvernig ætlisti til að linux nái yfir desktop markaðin ef linux menn kalla alla fávita og noobs og hrækja á alla. Þetta á sem betur fer bara við lítin hluta af ykkur linux mönnum en þeir sem láta svona láta svo mikið fyrir sér fara að þeir eru linux samfélaginu til skammar.