Ég bara verð að fá að spyrja hvort menn hafi séð kastljósið í gær þar sem forsvarsmenn Microsoft á íslandi og apple á íslandi komu og sátu fyrir svörum varðandi hugbúnaðarþjófnað. Mér fannst þeir þessi maður frá Mí (mafíu íslands) alveg gera því góð skil hvað það er sem skiptir máli. Ekki ræddu þeir nú mikið um hugbúnaðarþjófnað sem glæp heldur hvað þetta væri nú mikið tap fyrir ríkið og endursöluaðilana. Ég tel að þessi milljarður sem þeir væru nú að tapa á ári myndi aldrei nokkurn tímann skila sér vegna þess að ef eitthvað yrði gert í þessu máli myndu bara tölvunotendur þessa lands snúa sér beint í fangið á Linux og held ég meira að segja að það væri það besta sem gæti komið fyrir. ÉG tek sem dæmi hér að eftir þáttinn sátum ég og konan mín og ræddum þessi mál. Hún sagði að ef linux hefði upp á sömu hluti að bjóða og Windows myndi hún ekki hika við að skipta (nota bene, hún er tölvufötluð hehe). Það sem hún notar er einungis Photoshop og netið. En eftir smá umræður féllst hún á að prófa RH 9 og GIMP sem virðist ætla að gera góða hluti á heimilinu. Spurningin er: Væri það ekki bara fínt mál ef þessir hákarlar myndu nú loksins fara að gera eitthvað rassískt í að nappa hugbúnaðarþjófa og hrekja þessa windows menn yfir á okkar helming og leifa þeim að sjá linuxljósið. Það myndi kannski minnka hræðslu landans við þetta “þrælerfiða nördakerfi” :). Ég tek fram að ég er ekki sérfræðingur í Linux heldur almennur notandi.