Sælir allir ég er frekar nýr í línuxheiminum en hef samt eitthvað verið að vinna í Linux. Málið er að ég er nýbúinn að setja upp Knoppix/debian og gekk það allt mjög vel. Knoppixinn ræsist og allt gengur fínt nema þegar ég ætla að fara stofan nýja user annan en root og slæ ég inn “”“useradd test”“”“ og set svo ”“”passwd test“”" og set passwordið. Þegar ég svo fer á /home/ þá sé ég að það er eingin mappa sem heitir test og ætti að vera heimsvæði notandans test. Ég var með RH áður og þá var þetta aldrei vandamál… Einhver sem hugsanlega gæti hjálpað mér með þetta.