Sælir linux kaglar,

Ég var að installa Mandrake 9.1 á sér hd hérna hjá mér og allt í fínu með það. Hef aldrei áður notað linux umhverfi og kann því 0 á þetta. Ég valdi kde gluggaumhverfi og fór í gegnum network settings til að setja upp adsl hjá mér. Gerði þetta nokkrum sinnum til að ná þessu rétt og á endanum virkaði þetta hjá mér og tölvan dial-aði og hún fór á netið (kom connection complete í dialup glugganum). En eftir svona sirka 10 sekúndur ef ekki fleiri þá disconnectast hún af netinu og það stendur (not connected í dial-up glugganum).

Ég gerði fleiri tilraunir og reyndi um leið og hún var búinn að connecta að fara í mozilla og komast á heimasíðu en allt kom fyrir ekki, hún bara hleypti mér ekki á netið blessaða tölvan. Ég er með Alcatel Speedtouch home utanáliggjandi modem og hef ég ekki sett upp neina driver-a ennþá fyrir það í Mandrake.

Einhver ráð sem þið getið gefið mér ?

Einnig detectar tölvan sblive hljóðkortið hjá mér í control panel en samt fæ ég ekki hljóð þegar ég spila video klippur (hef ekki prufað að spila neitt annað sem gæti gefið hljóð). Getur verið að hljóðið sé stillt MJÖG lágt í default þannig að það heyrist ekkert ? Ef ég þarf að hækka það eitthvað hvar geri ég það þá ?


Með fyrirfram þökkum,
Margei