Til að hafa allt á hreinu: Linux=Linux, *nix=eitthver útgáfa sem tilheyrir Unix “ættinni” (FreeBSD, NetBSD, Linux þetta, Linux hitt)

Ég er að fara að demba mér út í Darwin og var að spá hversu mikil þekking/reynsla væri komin á *nix stýrikerfi.

Ég hef voðalega lítið fiktað í Linux, reyndar aðeins reynt að setja inn LinuxPPC, sem gekk aldrei, og kann ekkert á *nix annað en það sem ég pikkaði upp í skeljaraðganginum hjá rhi.hi.is í den. En ég þyki frekar klár strákur… :-)

Mér virðist sem að hægt sé að skipta *nix mönnum í tvennt: annars vegar þeir sem hafa nota *nix síðan þeir fæddust og svo hinir sem eru “útskrifaðir” í NT/Win2k og eru “komnir upp í” Linux (hvaða distro sem er) eða jafnvel upp í FreeBSD. Auðvitað eru mennirnir jafn misjafnir eins og þeir eru margir, en þetta virðast mér vera megin flokkarnir.

Svo ég spyr: Hver er munurinn?

Ég hef heyrt svona “eldgamla” (35+) *nix menn segja að ef maður setji upp *nix vél til að keyra eitthvað eitt (t.d. póstþjón) þá þurfi “aldrei” að restarta henni (semsagt einu sinni á 20-450 ára fresti). En ef _Linux_ vél er farin að keyra slatta af algengum servicum (póst, ftp, web, etc.) þá þurfi að restarta henni á ca. þriggja ára fresti til að halda henni góðri, en á BSD skipti það bókstaflega engu máli (hef ég heyrt)

Ég hef enga ástæðu til að efa menn sem hafa eru *nix kallar í húð og hár, sérstaklega af því að þeir hafa meira vit á þessu en ég, að mér virðist.

Þannig að ef einhver þarna úti sem telur sig hafa reynslu af þessarri tegund stýrikerfa getur bent mér á að hvaða leyti þessi stýrikerfi eru frábrugðin hvoru öðru, væri ég mjög þakklátur.

Friður<BR