Ég er nýbúinn að setja upp Red Hat 9 og er eigilega algjör byrjandi í Linux.

Ég get opnað lokaðar eða læstar möppur sem “root” í Terminal glugganum en ég vil getað opnað þær í GUI browser forritinu Konqueror. Er það hægt? ef svo er vill einhver segja mér leið til þess.

og svo er það annað.

Ég er með 80 gb harðann disk og gerði þau mistök að ég skipti honum þannig að linux fékk bara 2 gb.
Ég fór og sneiddi önnur 3 gb af disknum og formataði hann líka sem ext3. Er ekki hægt að sameina þessar tvær sneiðar í eina?
Ég veit að í Partition Magic er hægt að gera merge (sameina) fat32, fat og ntfs en það virðist ekki vera hægt með linux skráarkerfi.
Er til eitthvað tól sem gerir þetta í linux? eða er til einhver önnur leið?

og enn eitt.
Þegar ég er nýbúinn að setja inn eitthvað forrit sem ég hef náð í á netinu þá finn ég það ekki jafnvel þótt að það sé GUI forrit. Jú ég fann Opera en er ekki hægt að hafa svona automaticallu place shortcut inní KDE menu.