Ég setti prófaði Knoppix og allt gekk vel, ég komst á netið og allt saman. En ég ákvað að prófa Mandrake 9.1. Uppsetningin gekk vel en ég get bara ekki tengst netinu í Mandrake.

Ég er með Ericsson Hm220dp router/modem sem er utanáliggjandi og Cnet ethernet card.

Ég fór á Hardware Database support hjá Mandrake en þar er ekkert um Ericsson modem. Ég fór líka á www.ericsson.com en þar er ekkert talað um Ericsson modem í Linux.

Ég er búinn að reyna allt sem ég get gert. Hefur einhver lent í sama veseni eða veit einhver um lausn á þessu?