Komið þið sælir

Ég var að reyna að setja upp RedHat 8.0 á tölvu hjá mér en lenti í smá vandræðum.
Allt virðist ganga vel þangað til ég á að velja hvernig uppsetningu ég vilji. Ég vel CD-ROM og þá kemur upp villa sem segir að tölvan finni ekki diskinn í geisladrifinu, sem mér finnst vera skrýtið þar sem ég boota tölvunni upp af geisladrifinu með RedHat diskinn í. Ég náði í skrárnar hér í skráasafninu á Huga.is. Ég er búinn að reyna að setja þetta upp á þremur tölvum en alltaf kemur sama villan. Ég var búinn að setja upp Mandrake 9.0 upp á einni tölvunni áður. Þetta er eina reynsla mín af Linux og þar af leiðandi kann ég lítið sem ekkert á þetta.

Það er ósk mín að þið getið sagt mér hvað það er sem er að og hugsanlega gefið mér lausn á þessu vandamáli mínu.

Með fyrirfram þökkum
uziz