Þá er maður loksins kominn með working router og linux server vél. Nú er bara spurning með eitt….
Ég á erfitt með að útskýra þetta þannig að ég tek bara dæmi:
Ég get t.d. ekki aðgengst webserverinn innanfrá með því að skrifa http://stfu.ath.cx heldur verð ég að gera http://192.168.1.9 sem er local ip. Sömuleiðis með SSH og öll önnur service, ATH þetta virkar allt að utan, bara ég verð að skilgreina local ip til þess að fá aðgang.
Ég er búinn að prófa setja upp dns server á linux vélina og forwarda portunum á hana en það gerði ekkert, svo sagði mér einhver að setja bara hostið og IP í hosts skránna… en spurning með það.. hvernig læt ég linux sjá um þetta hosts dæmi ? Verð ég ekki að forwarda einhverjum portum eða ?
Svo er eitt leiðinlegt við þennan router, hann býður bara upp á það að forwarda 20 portum ?!? hvaða rugl er það !?
En hann býður upp á einhverjar NAT stillingar sem ég veit EKKERT hvað á að stilla þar inn, og hvað það á að gera.
Hérna er linkur á manualið:
http://www.smc-europe.com/english/support/driver_manual/broad/download/7401BRA/SMC7401BRA%20Manual.pdf
Þetta er á síðu 46 í chapter 3
( Chapter 3 -> Configuration Settings -> Nat configuration )

Ég er að skoða þetta í von um að ég geti nýtt fleiri services af öðrum vélum, svo er ég líka bara svo þrjóskur að ég verð að fá þetta í gang :Þ


TAKK allir sem lesa þetta!