Ég kann ekki mikið á Linux, en mig langaði að prófa spila CS/DoD í Red Hat 8. Ég sá síðan þetta how-to sem sýnir manni hvernig á að spila HL á Linux með því að nota Wine:

http://lhl.linuxgames.com/howto/half-life-HOWTO-0.5.html

Mér tekst alveg að installa Wine, en ég næ einhvern veginn ekki að fá Nvidia driverinn til að virka. En ég fann eitthvað guide sem segir hvernig á að installa honum:

http://www.evil3d.net/articles/linux/howto/nvidia/redhat71/

Ég fyldi honum en það virkaði samt ekki. Það sem ég gerði, nákvæmlega: Ég installaði RH8, downloadaði Nvidia kernelinu(RedHat 8.0 UP i686 Architecture) og drivernum(GLX RPM), síðan einfaldlega tvíklikkaði ég á NVIDIA_kernel-1.0-4191.rh80up.i686.rpm og síðan NVIDIA_GLX-1.0-4191.i386.rpm og það installaðist. Þá átti ég eftir að breyta X confignum. Ég opnaði /etc/X11/XF86Config og breytti eftirfarandi hlutum:

Load “dri”

Section “DRI”
mode 0666
EndSection

í:

# Load “dri”

# Section “DRI”
# mode 0666
# EndSection

og breytti síðan úr “vesa” í “nvidia” í hjá skjákortinu mínu(Abit GF4 MX440). Eftir þetta, þá restartaði ég, og kemst síðan ekki inní X. Hverju er ég að gleyma? Eða hvað gerði ég vitlaust?

Btw, er með AMD Duron 900MHz og MSI 6330 móbó með VIA KT133 kubbasetti.
___________