Sælir,

nú er ég með HP XE3 fartölvu og nota þráðlaust netkort í skólanum. Til þess að virkja það þarf ég að skrifa “cardmgr” og seinna “dhclient” í consolenum. Það sem pirrar mig mikið er að um leið og hún finnur kortið koma tvö óþolandi píp úr tölvunni, eitthvað sem er ekki vinsælt að gera nokkrum sinnum á dag í fullri skólastofu. Einnig koma öðruvísi píp þegar ég geri eitthvað vitlaust í consolenum, eins og t.d. að ýta á backspace þegar ég hef ekki skrifað neitt… einnig mjög óþægilegt.

Veit einhver hvernig ég slekk á þessum speaker helvítis öðruvísi en að opna tölvuna, reyna að finna hann og klippa bara á tengið?

Zedlic<br><br>

…og að lokum legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði