Á föstudags og laugardagskvöld, 22 og 23 nóvember, verður geggjuð Linux tónlistaruppákoma í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Breski hópurinn Artificial Paradises (www.1010.co.uk) verður með viðburði þessi tvö kvöld og notar sérsmíðaða Linux kerfið sitt sem samnýtir fjölda gamalla 486 véla auk nokkura frum-Pentium véla í ótrúlegt hljóðfæri. Með er vídeósýning sem notar meðal annars hljóðúttakið úr tölvunum og ASCII video. Mjög sérstök sýning sem engin sönn Linux manneskja ætti að láta framhjá sér fara. Tíminn verður auglýstur bráðum á vef Nýlistasafnins nylo.is
Páll Thayer