Ég er einn af þeim sem hefur aldrei verið neitt sérlega vel við
þessa blessuðu mörgæs, sem er kölluð Tux.

Tux á auðvitað fylgi að fagna því að af einhverjum ástæðum ákvað
víst háttvirtur Linus Thorvalds að Linux-logoið ætti að vera
einhver fokking mörgæs, sem víst á þá sögu að hafa bitið félagann í
puttann af einhverjum ástæðum.

Þetta er bara svona eins og með forsetana. Mér hefur alltaf verið
vel við Clinton, enda fínn forseti og allt það (“frjálslyndur” og
eitthvað), en mér hefur alltaf verið meinilla við þennan aflakróka
sem kallast Al Gore (þó að mér sé enn verr við Bush).

Svo að þó mér líki vel við Linux, þarf mér að líka vel við Tux?
NEI! Og hvers vegna? Vegna þess að fyrir mér er þetta svona…
ofdekraður, sætur fugl sem getur ekki einu sinni flogið, frægur
fyrir að vera fyndinn og bíta einhvern no-name doktor-wannabe í
puttann (sem hlýtur þar að auki að vera fjári sárt), á meðan
snillingar eins og kötturinn í Office (sem hægt er að setja í
staðinn fyrir hina misvinsælu bréfaklemmu) eru ekki einu sinni
þekktir sem góð og gagnleg áhöld í villandi heimi Office pakkans!

Hugsið nú aðeins um þetta. Það er hægt að láta kisalinginn gera
allskonar kjaftæði. Hann getur mjálmað, velt sér um, þrifið sig og
Gyðjurnar mega vita hvað, en hvað gerir Tux allan daginn? EKKERT!
Sjáiði fíflið í höfði þessarar síðu? Hann starir bara. That's it!
Gífurleg hjálp í honum.

Mér finnst Tux ofmetin, og þó að maður hafi nú svosem ekkert við
hann sökótt að sækja, finnst mér fullmikið gert úr honum.

Þ