Hæ.
Ég man þegar að ég byrjaði að nota linux. Það var haustið 1996 þegar ég hafði ekkert að gera.
Það var svolítið sniðugt vegna þess að ég notaði slackware og gat aldrei sett inn modemið. Svo installaði ég linux, skipti um modem, og reyndi að configga, en ekkert gekk. Þá formataði ég og setti upp win95 bara til að komast á internetið -> irc -> #niceland
Og allt þetta bara til að læra hvernig ég setti upp modem.
Svona gekk þetta áfram, þegar modemið hringdi inn, þá var það næsta vandamál með routing, vitlaust gw, eða eitthvað álíka svo að ég formataði -> Fdiskaði -> Setti upp win95 bara til að fara inn á
internetið -> irc -> #niceland bara til að spyrja hvernig ég lagaði þetta. Svo einn daginn að þá lagaðist þetta. En ég var orðinn þokkanlega klár að setja upp linux og taka niður, setja upp aftur.

Ég lærði sjálfur af reynsluni og var það ekki létt.