Það vildi svo til að í tölvusamfélaginu skapaðist umræða um þetta yfirskilvitlega stýrikerfi sem var (og er) kallað Linux. Umræðan skiptist því miður nákvæmlega í tvennt. Leiðinlegar hártoganir um hvort sé betra Linux eða Windows. Hitt var leit hinna nýjungagjörnu að upplýsingum svo þeir kæmust inn í yfirskilvitlega stýrikerfið.

Nú eftir nokkurn tíma hefur umræðan náð hámarki, menn eru farnir að sjá hversu leiðinleg hún var. Í stað þess að ræða um eitthvað annað var eins og fjöldinn hefði ákveðið að gefa alla umræðu upp á bátinn. ,,Ef við getum ekki rifist um samanburð eða gert grín að nýliðunum, til hvers að hafa fyrir þessu ?''.

Sjálfum finnst mér þetta leiðinleg þróun. Í einfeldni minni vil ég trúa því að menn séu að gera góða hluti þarna úti. Forritun, samsetningar og alskonar pælingar sem væri gaman að deila. Er verið að möndla nýja drivera, skrifa nýjan vafra eða rippa geisladiska.

Með þessari grein skora ég á alla þá sem eru í nýsköpun að deila henni með öðrum.