Í mínum huga er ekkert sem kemur í veg fyrir að Linux taki yfir og verði val fjölskyldna og fyrirtækja sem aðal-stýrikerfi. Hvað kemur í veg fyrir þetta? Enn skiptir ekki máli fyrir notendur hvað verð varðar hvort það kaupir Windoze box eða Linux. Ef maður ætlar að fá sér stýrikerfislausa vél, þá er svona um það bil eini valkostur manna að fara í Hugver og púsla einhverju saman. Ég var forviða þegar mér var tjáð í Nýherja (umboðsaðili SuSE) að þar væri ekki hægt að fá SuSE box án þess að taka Windoze af því fyrst. Það var allur stuðningurinn sem umboðsaðili IBM á Íslandi veitti Linux (IBM er hrifin af RauðHettu eins og allir Linux áhugamenn vita af).

Eflaust kunnið þið allir sögur þess eðlis. Það sem ég vil fá að vita hjá ykkur er: Haldið þið að nægur stuðningur myndi fást við tillögur um lög á tölvusala. Ef tölvusali A býður W XP vél á X krónur, þá sé honum skylt að bjóða einnig sama vélbúnað, án stýrikerfis á X - (Kostnaður Windoze kerfisins).

Tölvusalar myndu berjast gegn því með öllu venjulega FUDinu, en haldið þið ekki að hægt sé að fá einhvern skýran mann (Pétur Blöndal t.d.) til að skakka leikinn?

Sérstaklega myndi ég vilja sjá tillögur um baráttuaðferðir.