Sælir Uxarar.

Ég er þessi týpíski advanced windows notandi, kann allt á windows kerfin og finnst það mjög þægilegt stýrikerfi í flest alla staði, sérstaklega eftir að win2k kom út, en hef alltaf langað til að prufa linux, en ekki nennt að böggast með vegna þess að ég hef ekki fengið fullnægjandi svör við eftirfarandi spurningum/athugasemdum. Ágætt væri ef ég gæti nú fengið svör við þeim í eitt skipti fyrir öll með vinsamlegri hjálp ykkar:

1) Hvaða útgáfu á maður að velja? - Þessi er mikilvæg þarsem til eru ótalmargar mismunandi ókeypis stýrikerfi, og maður hefur tilhneigingu til að flokka stýrikerfi fyrir PC tölvu á tvo vegu, Windows stýrikerfi, og svo ókeypis draslið. Ef að maður er að byrja og vill eitthvað sem uppfyllir skilyrðin (sem að koma á eftir sem spurningar, ágætt ef þið lítið yfir þær og svo ráðleggið þið mér um þetta atriði, miðað við þau stýrikerfi sem að uppfylla þau skilyrði hér fyrir neðan), hvaða af þessum ókeypis stýrikerfum á maður að velja?

2) Hversu einfalt er að installa kerfið? - Maður er orðin vanur að bara setja diskinn í og fylgja leiðbeiningum á skjánum um hvað á að gera næst og er maður þá auðvitað að leita að svipuðum þægileika. Ég hef ekki mikla þolinmæði fyrir kerfi þarsem maður þarf að gera flest allt handvirkt (þá skilgreini ég það að þurfa að pása eða hætta við installation því að maður gleymdi að preppa harða diskinn eða eitthvað annað ‘just right’ til að geta installað.. maður vill að menu systemið hafi valkostina til að gera þetta beint þaðan og svo heldur það áfram að installa [með eða án restarts, bara að það pikki upp þráðinn])

3) Hversu mikið support hefur stýrikerfið við hardware í dag? - Maður veit alveg að það eru miklar líkur á það að maður þarf að ná í nýjustu driverana til að fá maximum útúr harðbúnaðinum, en windows hefur basicið alveg á hreinu svo að maður er ekki með hræðilega litla skjáupplausn, eða að DVD-drifið finnst eða brennarinn virki, hversu gott er basic-ið með ókeypis stýrikerfin?

4) Hversu erfitt er að finna nýjustu driverana fyrir harðbúnaðinn þinn? - Þetta er mikið umhugsunarmál fyrir mann. Ég veit að Nvidia kortið mitt verður í engum vandamálum, eða móðurborðið mitt, en hvað með ADSL innbyggða kortið mitt sem er byggt á ITEX kubbasettinu en er frá DAEWOO. Ef að framleiðandi er ekki með drivera fyrir linux, hvar finn ég þá drivera? Er þá einhver önnur vonglæta til?

5) Hversu einfalt er að vafra um/nota kerfið? - Það er oft með nýja hluti að maður kann ekki rass á það (og nennir ekki að lesa einhverja handbók), en með visual kerfi einsog windows þá hefur maður yfirsjón yfir alla þá hluti sem hægt er að gera (icons, menus&buttons) og mikið af lærdóminum í kringum windowsið er bara að fara yfir allt, skoða og prófa. Þannig lærir maður basic-ið til intermediate hlutina. Mér líst ekkert svakalega að þurfa að fara yfir ‘man’ skránna í command prompt til að reyna að finna út hvað maður getur gert (fyrir basic/intermediate hluti). Ég er hér að spurja útí þetta basic dót sem maður notar dags-daglega og dót lengra einsog allt dæmið í control panel og computer administrationinu í windows.


6) Ég býst við að þegar ég er kominn þetta langt (búinn að setja kerfið upp, búinn að setja nýjustu driverana upp, búinn að stilla kerfið einsog ég vill hafa það), þá er maður kominn nokkuð vel á leið.

7) Ég býst líka við því að maður geti leitað á netinu upp á ný forrit sem að gera það sama og forritin í windows sem að maður er vanur að nota.

8) Ég býst líka við því að stýrikerfið verði jafn visual og ég er vanur, s.s. engin vandamál með að spila hljóð- eða mynd-skrár, eða eitthvað leiðinlegt command prompt fyrir daglega hluti sem að maður notar, eða er mikið af stýrikerfinu/forritunum enn án GUIs ?

9) Með sp2 af win2k gat ég loksins notað win2k fyrir allt, alla leiki, öll forrit og bara allt sem ég henti í tölvuna kom rétt út og virkaði. Hverjar eru líkurnar á að allt sem ég geri í windows geti ég gert í ókeypis stýrikerfinu?

10) Þið sem eruð að nota ókeypis stýrikerfin, hvað vitið þið að þið getið ekki notað það í, eða mynduð/eruð að dual boota með windows til að geta gert?

Ég hef reynt hér að hugsa mest um þessa dags-daglegu hluti sem að ég sem user er vanur að gera með stýrikerfinu mínu. Ég veit alveg að ef að maður hefur áhuga á að fara í advanced dótið, þá gerir maður það. En til að byrja með þá vill maður hafa allt sem einfaldast, og er þetta nokkurn veginn pælingar hvort að það er einfalt að byrja eða ekki. Ef að þið hafið athugasemdir eða spurningar sjálf sem að ég gleymdi að taka fram hér, endilega hendið þeim á þessa grein.

K.