Hvernig er það… er þetta áhugamál steindautt?

Alveg furðuleg þessi sjálfseyðingarhvöt Linuxmanna. Ef það er eitthvað sem þetta samfélag nörda megnar ekki að gera þá er það að halda lífinu í sjálfu sér. Ekki það að þetta sé eitthvað hræðilegt skrímsli sem ekki er hægt að ná tökum á, þvert á móti.

Vandamálið hlýtur að felast í því að í Linux samfélaginu eru allir nískir/blankir/latir/feitir. Ekki það að fita komi þessu nokkuð við. Þið munið nú hvernig það fór með Loka. Níska ykkar drap Loka. Þið talið um að Open Source sé svo -hér má setja úrelt hippaorð yfir magnað, gott, fínt, frjálst, æðislegt-. Staðreyndin er sú að aðdáun ykkar flestra er eingöngu tilkomin vegna þess að þið tímið ekki að borga fyrir nokkurn skapaðan hlut.

Ég er alls ekki undanskilin. Enda er ég ekki trúboði númer eitt. Ég rek ekki heimasíður til þess eins að lofsama fagnaðarerindið (GPL). Þið predikarar sem þreytist aldrei á því að tala illa um Bill Gates og Microsoft. Kannski er kominn tími til að þið gerið eitthvað uppbyggjandi í staðinn? Það er ekkert mál að byrja hér. Uppfærið þessa síðu og munið að hver ný grein kemur einnig fram á forsíðunni.

Linux er dauðans matur ef að því/honum er ekki haldið að fólki. Ef að sauðsvartur almúginn heldur að Linux sé aðeins fyrir menn með feitt hár og skerta sjálfsímynd er það eingöngu vegna þess að þið, mennirnir með feita hárið, gerið ekki nóg í því að sýna fram á annað.

Vakniði upp af þessum helvítis svefni og látið heiminn sjá allt það sem er dásamlegt við mörgæsahreiðrið. Í hreiðrinu hjálpa stóru ungarnir þeim litlu og mamma kemur með matinn (kernel uppfærslur og notendaviðmót).

Heimurinn verður ekki gerður að betri stað með því að nöldra yfir og kæra Microsoft. Hvað ætti annars að koma í staðinn? Veistu svarið? Segðu þá frá því!!!

Kveðja
Drengu