Jæja þá loksins hafði ég mig út í það að setja upp RH 7.2 á tölvuna mína og ég hef alls ekki orðið fyrir vonbrigðum.
Ég setti fyrst upp RH 6.2 á lappan minn og mér fannst það ekki með næginlega gott X-window þó að ég viti að ég get alltaf náð í það nýasta á vefnum. Þar sem ég er nýr í Linux og kem beint úr Win/dos þá verð ég að segja að þetta kerfi er miklu betra og er ekki svo flókið ef maður veit eitthvað um tölvur (veit hvað hardware er: t.d).

En áfram með RH ég er mjög ánægður með nýja KDE sem fylgir RH 7.2 mér finst það mjög gott gluggaumhverfi, ekki skemmir ef maður nær í nýja Netscape og ég hvet alla þá sem eru svoldið uggandi við að setja upp RH upp að prufa því ég hef lesið og heyrt að það sé mjög gott til að byrja að læra.
En það er eitt með linux að maður verður að LESA fullt að dóti ef maður ætlar eitthvað að læra á þetta það er alla vegna mín reynsla af linux, það er ekki nóg að fikta sig bara áfram eins og maður gerði þegar að maður var að læra á win/dos.

Það eina sem að linux og allir sem koma nálægt því verða að fara í er að koma CS í linux þannig að ég og fleiri getum eytt win allveg.

Það er það eina sem er að stoppa mig. Þar sem Return to castle Wolfenstein er komin fyrir linux sé ég ekkert að vanbúnaði að koma vinsælasta leik heims á linux stýrikerfið nema kanski að sierra sé eitthvað á móti því.

Svo er svona stuttt byrjanda spurning í lokin

Hvar er gamla “linuxconf” í RH 7.2