Fyrir þá sem ekki vilja villast eða vinna við einhverjar landmælingar;
Til eru ýmis GPS forrit fyrir Linux, sjálfur nota ég aðallega tvö,
gd2 sem er einfalt console forrit sem talar við Garmin GPS tæki og
hleður upplýsingum úr og í tækin gegnum kapal.
Hitt forritið er Gpsman, skrifað af Miguel Filgueras sem vinnur við
háskólann í Porto, Portúgal.
Þetta forrit er TCL/TK GUI forrit og getur unnið á rauntíma, þ.e.
birt staðsetnigu á skjá meðan maður er á hreyfingu.Svo er kíka hægt
að setja innskönnuð kort inn í bakgrunnin og sá beint á korti hvar
maður er.
Mikilvægustu notin sem ég hef að þessu eru samt þau, að ég get
notað forritið til að breyta GPS punktum úr lengd og breidd (eða
UTM) í nýja íslenska hnitakerfið ÍSNET93 sem allir skipulags- og
framkvæmdaaðilar eru farnir að nota.

Heimasíða gpsman er http://www.ncc.up.pt/~mig/gpsman.html