Jæja, þá er maður mættur aftur eftir smá frí frá tölvunum og tilbúinn í slaginn aftur. Eða þannig.

Í fríinu rakst ég á 2 góðar bækur fyrir áhugamenn um Linux og skyld efni. Þær heita <a href="http://www.amazon.com/exec/obidos/ASIN/0066620724/qid=999606133/sr=2-1/ref=aps_sr_b_1_1/002-5680496-3748838“>Just for fun</a> og <a href=”http://www.amazon.com/exec/obidos/ASIN/0738203335/qid%3D999606184/002-5680496-3748838“>Rebel Code</a>.

Í Just for fun rekur Linus Torvalds ásamt blaðamanninum David Diamond sögu Linux, frá fyrstu kynnum Linusar af tölvum fram til síðasta árs þegar hann var kominn í vinnu hjá Transmeta. Bókin er skrifuð bæði frá sjónarhóli Linusar og Davids og inniheldur margar skemmtilegar og fróðlegar lýsingar á ferlinu við að skrifa nýtt stýrikerfi sem á möguleika á að breyta tölvuheiminum.

Rebel Code segir aftur á móti frá sögu ”Open Source" frá upphafi fram til síðasta árs og inniheldur viðtöl við flesta höfuðpaura þessarar stefnu. Það er mjög gaman að fá loksins innsýn inn í hugarheima þeirra sem vilja meina að Open Source sé framtíðin og mismunandi áherslur þeirra á þessum málum. Auk þess er þetta mun þægilegri leið til að skilja t.d. GPL leyfið en að hamra sér í gegnum lögfræðimálið í því. :)

Ég mæli með því að fólk verði sér út um þessar bækur, taki sér frí frá tölvuskjánum nokkrar kvöldstundir og njóti þess að lesa góðar og vel skrifaðar bækur um efni sem höfðar til flestra þeirra sem skoða þetta áhugamál.
JReykdal