ég er svona ó-nörd í allri nördmennskunni minni
og langaði að prófa að henda inn linux

flakkaði um og reyndi að finna distribution sem hentaði mér - eitthvað sem væri ekki allt of erfitt að setja upp og væri með allskonar fídusum og drasli en ekki endilega eitthvað massíft sörverkluns

og ég fann mandrake!

www.mandrake.com

las slatta um það og leist drulluvel á
svo ég ákvað að ná í bootdisk fyrir FTP install því ég er með svo fína pípu inn í húsið

meira sport að gera það þannig

gekk allt pottþétt! … hún fann netkortið, fékk ip tölu á það, bað um server og bings … ég var kominn inn í installerinn

fínn installer og allt leit ansi gáfulega út

þannig að ég get hiklaust mælt með mandrake ef það er eins gott og installerinn

hinsvegar!

þegar ég var búinn að installa allt sem ég vildi (gekk eins og í sögu … mun skýrara og gáfulegra en Redhat sem ég installaði fyrr í ár … annaðhvort 7.0 eða 7.1 þá bauð hún mér að ríbútta og prófa nýja fína linuxið mitt

ég glaður

ríbútta

og viti menn! hún gat ekki mountað root partition :(
og ég varð fúll

svo fór ég að spá … gæti verið að /boot væri einhverstaðar framyfir 1024 cylindera takmarkið

eyddi heilum degi í að finna og stela partition magic 6 til að búa til 30mb partition fremst á disknum mínum til að hafa sem /boot

leyfði henni að dunda sér í því heilan dag

installaði aftur

og ekkert gerðist! hvað er málið!? … mig langar í mandrake!

ef einhverjum dettur í hug eitthvað sniðugt ráð við þessu endilega skrifa það hérna … ég kem og kyssi þig persónulega á munninn

er með bh6 með abit hotrod 100 controller (sem linux fann og allt í K með það) og er með 30gig IBM 75 GXP tengdan á hann

25gig NTFS partition fremst á disknum og restin var frí (var með FAT partition þar áður) … leyfði Linux að autoassigna sér inn á þessi 5gig aftast á disknum

og þetta er bara undarlegt!
-k-