Jæja! Það er svo mikið vælt hérna yfir því að litla hjálp sé að fá, og reglulega skrifa menn greinar sem tekst að eyðileggja tölvurnar sínar með því að setja upp Linux (hvernig svosem þeim tekst það).

Því ætla ég að skrifa stutta grein um það hvað ber að hafa í huga þegar maður ætlar að prófa Linux. Þetta eru hlutir sem ég vildi að ég hefði skilið upprunalega. Auðvitað var tönnlast á þessu en maður meðtók það aldrei, enda HATAÐI ég Linux fyrstu tvo mánuðina sem ég var að fikta í því. Þá var gott að vera þrjóskur, því núna er ég open-source fanatic.

Punktarnir eru eftirfarandi, en athugið að þeir eru EKKI Í NEINNI SÉRSTAKRI RÖÐ.

1. Linux er ekki Windows. Það virkar ekki eins og Windows, hagar sér ekki eins og Windows, og maður notar það ekki eins og Windows. Ef þú kannt helling á Windows, kanntu samt ekki neitt á Linux.

2. Þegar eitthvað fer í tætlur í Windows er það venjulega ekki Linux að kenna, heldur hinu heiladauða Windowsi sem skilur hvorki upp né niður í neinu nema sjálfu sér. Windows, bæði 2000 og XP, vinna líka markvisst gegn því að Linux sé til friðs á sama diski (án spaugs, þeir settu inn mechanisma til að skemma fyrir dual-boot, sem er efni í aðra grein).

3. Linux *leyfir þér að tortíma vélinni þinni*. Það er þannig, og þeir sem fíla það ekki, ættu ekki að prófa Linux til að byrja með. Það þarf að kunna á Linux, og til þess, þarf að læra á það. Ekki vera með mikilvæg gögn á vélinni, sprengja allt í tætlur og kenna einhverjum öðrum um það. Linux *mun* eyðileggja gögnin þín ef þú biður það óvart um það.

4. Vertu með sér-vél fyrir Linux (má vera algert hræ). Ekki fara í dual-boot pælingar strax, það er of margt sem getur farið úrskeiðis þegar Windows á í hlut. Ef það fer í hart, mæli ég með því að þú kaupir aukadisk til að vera með Linux á. Treystu mér, það er þægilegra á allan máta, jafnvel þó að Linux-vélin sé algert rusl, það er hið besta mál á meðan maður er að læra.

5. Prófaðu fyrst umhverfið með einhverjum LiveCD eins og t.d. Knoppix, þó það væri ekki nema til að vita hvaða vafra þú fílar, hvaða MSN client o.s.frv.

6. Lærðu að lesa. Ég meina ekki að þú eigir að læra stafrófið, eða læra að láta augun hreyfast með textanum, heldur L E S A. Semsagt, meðtaka upplýsingarnar sem þú færð. Linux segir þér hvað er að, en það er þitt að gera restina. Það er fítus, ekki böggur. Ef þú fílar það ekki, er Linux einfaldlega ekki fyrir þig.

7. Ekki panica um leið og eitthvað stendur á skjánum sem þú skilur ekki. Athugaðu að Linux gefur oft villuboð og meldingar sem skipta ekki endilega máli nema fyrir forritara og þá sem hafa áhuga á að tjúna vélina “fullkomlega”. T.a.m., þegar hljóðkortið er í fucki í Linux, þá hættir Linux ekki að keyra (eins og sum stýrikerfi væru líkleg til að gera). Ég fæ tugi villna í hvert sinn sem ég ræsi vélina mína og ég nenni ekki einu sinni að pæla í því. Meldingar eru yfirleitt bara til upplýsinga í Linux, þær eru ekki endilega að segja að eitthvað sé að.

8. Þekktu einhvern sem kann á Linux og þú getur leitað til. Ef ekki í alvöru, þá á Internetinu. Ef menn haga sér get ég bent á #NIceland á IRC, en athugið að það er (opinberlega) klíkurás og þér gæti verið kickað fyrir að vera með ljótt nick eða því að einhverjum OPa leiðist eða álíka. Ef þú spyrð kurtisislega færðu samt nær undantekningalaust hjálp.

9. Sýndu þolinmæði og ég meina MIKLA þolinmæði. Þú þarft að öllum líkindum að læra ákveðna hluti upp á nýtt sem þú hefur gefið þér eftir að hafa kynnst Windows of vel.

10. Hafðu gaman af. :) Þetta er líklega mikilvægasta atriðið af þeim öllum! Ekki taka þetta of alvarlega í byrjun, því þú lærir ekkert án þess að skemma og laga. ;)