Ubuntu Linux 4.10 Sælir

Ég ætla að skella inn grein um Ubuntu 4.10 “The Warty Warthog” sem ég hef verið að prufa undanfarið.

Ubuntu er upprunið frá Afríku og merkið nafnið "humanity to others.”. Kanski dáltið klisjukennt nafn en ég læt það ekki aftra mér í að nota það.

Til að byrja með þá er Ubuntu byggt á Debian og hefur marga af kosti þess eins og snilldina apt-get og fleiri hluti. Frá Debian fær það einfaldleikann og stöðugleikann en reynir að vera ekki jafn hart í pakkamálum. Þannig er Ubuntu mun meira “up 2 date” og munu þeir reyna að gefa út stable útgáfu á um 6 mánaða fresti. Og verður það samtengt þróun Gnome stable útgáfanna.

Margir eru kanski að fjarlgægjast kerfið þar sem þeir lásu hér að gnome væri default gluggakerfið en alls ekki láta það hræða ykkur frá. Án efa er hér besta notkun á Gnome sem ég hef nokkurtíman séð.

En það er líklega best að byrja á byrjuninni

Innsetning á kerfinu er eins einföld og hún verður. Þú gerir voða lítið annað en að velja partitioning og hostname. Hvaða jólasveinn sem er getur sett upp kerfið undir venjulegum kringumstæðum nema að um flóknar partition stillingar sé um að ræða. Insettninginn tekur furðulegann tíma miðað við einfaldleika og lítils fjölda forrita sem koma með. Ástæðan er sú að innsetningarforritið nær í suma pakka af netinu eins og til dæmis Xfree86. góði parturinn við þá aðferð er að strax við innsetninguna ertu með flest allt glænýtt og sætt. Ég veit ekki hvort að þessa pakka er að finna á disknum ef maður er með nettenginu en það kæmi mér ekki á óvart.

Þegar að innsetningin er búin þá ertu beðinn um að setja upp notenda. Þegar þú ert búinn að setja upp þennan notenda þá poppar strax upp gdm login skjárinn án þess að þú hafir þurft að stilla eitt né neitt. Eina sem á eftir að gera er að skella upp glx fyrir nvidia kortið þitt. Og er það gert með einni lítilli skipun. En þegar hér er komið þá hugsa flestir með sér “Hey. Ég hef ekki sett upp neitt root lykilorð!!!” Ubuntu kemur nefnilega með root notendann disabled. Og er ætlast til að maður reyni að nota hann ekki undir neinum kringumstæðum heldur á maður að nota sudo eins og virkar svo gullfallega í MacOS X. Hægt er svosem að skella upp lykilorði á root notendann en ég hef ekki séð ástæðu til þess enn. Allt kerfið er byggt upp í kringum sudo. Stjórnstillingarnar í gnome nota allar sudo og allt er gert til að reyna að fá mann til að gera hið sama í textaham. Sudo lykilorðið helst inni nema að maður hafi ekki notað það í 5 mín. Þá spyr það mann aftur. Og ef að maður þarf að logga sig inn í super user ham þá er það eifaldlega “sudo -s” skipunin og þá er maður komin í su skel. Ég hef mikið vanist þessari aðferð í MacOS og ég hef alltaf saknað hennar sem default í Linux.

En þá er það hið grafíska umhverfi. Allt er svo hreint og vel sett upp að manni líður strax vel þarna. Ekki eitt einasta icon er á desktopinu. Niðri er bara þunnur task bar og desktop bar. Uppi eru 2 valblöð. Applications og System. Applications skýrir sig sjálft en computer valblaðið er þægilegasta stjórnun sem ég hef séð í Linux. Það er bara búið að fjarlægja alla þess hluti sem ekki nokkur maður hefur notað. Í redhat og suse fann maður ekki skapaðan hlut til að stilla vegna alltof margra valmöguleika. En í Ubuntu er bara þetta helsta sem maður þarf. Svipað eins og í öðrum stýrikerfunum. Ef þú ert hacker og villt hafa þetta þá geturu bara náð í það sjálfur. Ubuntu er nefnilega loks búið að fatta hvað allir áttu við með minimalisma í stýrikerfum. Stýrikerfi á að vera til að þjónusta forritin sem þú notar. Ekki að hægja á notkun þeirra með því að láta notendann þurfa að leita að öllu.

Ég hef rekið mig á það í RedHat og Suse að jafnvel þó ég velji nánast ekki neinn einasta pakka þá er Application barinn þakinn hundruðum icona. Flest þeirra einhver sem að undir 5% notenda nota. Forrit sem koma innsett með Ubuntu eru forrit sem að flestir þurfa að nota til skrifstofunnar. Firefox, Evolution, GAIM og Xchat sjá um netnotkun notendans meðan að OpenOffice sér um að hann geti unnið þegar hann er ekki að hanga á netinu. Gimp og helstu myndforrit sjá að hann geti skoðað klámmyndirnar sem að Raggi í fjármáladeildinni var að senda. Og það er svona með öll forritin. Bara það sem venjulegt fólk notar.

Hinsvegar ef að fólk önnur vill forrit þá sér apt-get um þarfir þeirra. Uppsett kemur Synaptik fronturinn á apt-get sem að hvaða aðili sem er getur notað. Undir apt-get/Synaptik eru undir venjulegum kringumstæðum sérvalin forrit sem supportuð eru af Ubuntu. En hægt er að stilla á að skoða líka “Universal” flokkana og þá koma þúsundir af forritum til viðbótar. Eginlega flest sem gert hefur verið. Þannig að heldri Linux menn ættu að finna á auðveldann hátt allt sem þeir leita að.

Og ég held að það sé greinilegt hvert er takmark Ubuntu. Það er að vera stýrikerfi fyrir vinnustöðvar. Flest öll kerfi eru annað hvort svo yfirhlaðineða svo steingeld að stýrikerfið verður fyrir þér.

Ég mæli mikið með því að flestir prufi þetta þar sem ég tel að Ubuntu hafi loks komið Linux á krotið sem raunhæfum möguleika á að nota allstaðar.

http://www.ubuntulinux.org/