- 'kay, ég vill fá MIKIÐ feedback á þessa grein!!

Halló

Núna er helsta ástæða fyrir því að maður skipti úr windows yfir í
linux stöðugleikinn, sem er án efa töluvert meiri í linux :)

Það sem ég vill fá að vita er þetta, skipti einhver sökum
útlitsgalla, þ.e.a.s líkaði ekki hvernig windows leit út.

Núna er það mín skoðun að þau stýrikerfi sem vilja eiga kost á því
að lifa af verða að _líta fallega út_ þetta er bara staðreynd.

- Makkamenn eru búnir að láta það í ljós að þeir ætla ekki að draga
neitt undan í þeim málum með tilkomu MacOs X.

- Microsoft eru einnig að tefla fram í þeim málum Windows XP sem
lítur mjög vel út.

- Og síðan við Linux nördarnir :) við erum með annars vegar KDE 2.1
og GNOME 1.4
Án þess að byrja eitthvað stríð vill ég taka það fram að ég er að
nota GNOME og er ánægðari með það heldur en KDE, og ég geri mér
grein fyrir að aðri fíla KDE betur og ætla ég ekki að bögga það
fólk neitt :)

Málið er bara að með GNOME 1.4 (sem er á síðasta beta stigi eins og
er) fylgir nautilus 1.0 - skráarstjóri framtíðarinnar fyrir Linux
að mínu mati, og ofaná honum keyrir sawfish, GNOME gluggastjórinn.

Ég er að keyra Whistler (WinXP) þemu á sawfish og GTK og líkar
þetta vel.

Og hér koma spurningarnar:

1] Er svik við Linux stýrikerfið (og hreyfinguna) að nota Windows
tengdar þemur á Linux gluggastjórum (sawfish) og widgetum (qt / gtk)

2] Hvaða stýrikerfi lítur að ykkar mati “best” út eins og er.
- MacOS X, Windows XP (whistler) , KDE 2.1 eða GNOME 1.4

3] Hvort mun val á stýrikerfum í framtíðinni velta meira á útliti
eða stöðuleika

4] Eru veftengdar lausnir í stýrikerfum sniðugar ?
- Þá er ég að tala um t.d .NET verkefnið hjá microsoft og Nautilus
Services í GNOME 1.4, veit ekki hvort MacOS X eða KDE 2.1 standa í
veftengdum lausnum.

Það er eins gott að ég fái MIKIÐ af feedbacki, því það tók mjög
langan tíma að skrifa þetta :)

- addi
Addi