Smá framtak til þess að laga þessa rykfallna greinageymslu..
Ertu orðinn þreyttur á því að ADSL tengingin þín lamist við smá upload eða download?

Þess vegna hef ég ákveðið að skrifa smá grein..
Svarið við þessum leiðindum kallast <a href="http://lartc.org/wondershaper/">WonderShaper</a >.

Þessi grein miðast við Fedora Core 1 og 1Mbit RDSL tengingu, ekki ætti að vera erfitt að útfæra
þetta á öðrum distróum eða tengingum.
Þarft bara að vera með QoS o.þ.h. í kjarnanum þínum(sjá README skrá með WonderShaper pakkanum).

jæja, við byrjum á því að ná okkur í WonderShaper pakkann og afpakka..

<i> $ wget http://lartc.org/wondershaper/wondershaper-1.1a.tar.gz </i>

<i> $ tar -xzvf wondershaper-1.1a.tar.gz </i>

<i> $ cd wondershaper-1.1a </i>

Því næst skemmum við ‘wshaper’ skrána.

<i> $ vim wshaper </i>

Við breytum “DOWNLINK=800” línunni í “DOWNLINK=1024”.
Við breytum líka “UPLINK=220” í “UPLINK=1024”.
“DEV=eth0” línan ákvarðar hvaða ethernet interface skal nota, breytið eftir smekk.
Lesið commentin við næstu línum til þess að ákvarða hvort þið þurfið þá möguleika.

Svo fjarlægið þið tvær eftirfarandi línur:
“echo Please read the documentation in ‘README’ first :-\)
exit”

Þá ætti allt að vera tilbúið varðandi configga.
Næst er bara að fíra upp heilaga gralinu:
<i> # ./wshaper </i> til þess að ræsa.
<i> # ./wshaper stop </i> til þess að stoppa.
<i> # ./wshaper status </i> segir sig sjálft.. :)

Þá ættuð þið að hafa nothæfa tengingu á HTTP, SSH, etc. á meðan þið sækið bíómyndir
o.þ.h. löglega.

kv.
- Sölvi Páll Ásgeirsson
- kleppari @ ircnet.
Sölvi Páll Ásgeirsson