Ég er kominn yfir í linux, eftir mikið vesen en ég lít á að það hafi borgað sig, enda mun betra kerfi en Windows þegar ég lít yfir heldina. Hins vegar hef ég rekist á nokkuð sérstakt vandamál hjá Linux fólki sem er komið lengra og hefur verið að nota kerfið í langann, það virðist nefnilega þjást af því að halda að allir kunni það sem það kann. En það er nefnilega alger vitleysa, og þegar maður fer að hjálpa þessu fólki, þá ferð það alveg ógurlega í tauganar á þessu fólki sem vill ekki hjálpa, að maður skuli vera að hjálpa því.

Þetta eru ekkert allir linux notendur, flestir eru mjög hjálplegir við nýja notendur og reyna að hjálpa þeim ef skilningur kemst á vandamálið. En það eru samt fólk á netinu sem gerir mikið í því að vera vont við nýja fólkið í linux, og segir því bara að lesa leiðbeiningar eða “rtfm” (þetta er kennt við irc aðalega, fólk á forums eða “spjall” þráðum er hjálplegt) og ekkert meira og síðan gefast þessir nýju linux notendur uppá þessu þar sem enginn er til að hjálpa þeim, ég hef verið ágætlega hjálplegur með það sem ég kann á það distro sem ég er að nota, þ.e gentoo. Málið er samt þetta, nýtt fólk þarf hjálp við linux, alveg jafn mikið og það þegar það byrjar að nota Windows. Einu sinni kunni ég ekki neitt á tölvur, ekki rassgat, en ég lærði, með því að spurja og fá hjálp frá öðrum (ég var rosalegur þegar ég byrjaði á linux), fólk þarf að koma sé bara af stað og finna sig í þessu.

Þetta er ekki Diss, bara sannleikur. Og þetta er ekki troll, mig grunar að margir eigi eftir að taka þessu mjög illa.
I have had absolutely no problems with Windoze updates. I run Linux. - Óþekktur höfundur