Hvað er Linux ? Hvað er Linux ?

Þar sem það er erfitt að finna skilgreiningu á hvað Linux er hérna nema að grafa í korkana og leita að svörum þar þá datt mér að henda upp smá grein um hvað Linux er fyrir þá sem vita það ekki.

Ég ætla að byrja á því að koma með grófa skilgreiningu á því hvað Linux er og fara síðan nánar ofan í hvern hlut.

Linux var upprunlega gefið út af Linux Torvalds þegar hann var aðeins unglingur en hann gaf út v.0.1 sem mörgum fannst frekar ónotanlegt umhverfi en áhugasamir menn tóku sig til og hafa betrumbætt Linux heldur betur.

Á sama tíma og reyndar fyrr var Open-source startað, ég man ekki hvað karlinn sem stóð á bakvið það heitir en hann er í tengslum við GNU sem er það mesta sem userinn kemst að í Linux, sem er reyndar GNU. GNU var verið að gera áður en kernel var orðinn þróaður, GNU er allskonar tól sem maður notar í Linux, s.s. Mv (move), cop (copy), rm (remove) og mart fleirra.

Linux er svokallað Open-source kerfi sem er fáanlegt í mörgum distróum. Hægt er að líta á Linux þegar þú setur það upp sem console sem minnir á gamla Dos þó að Linux sé aðeins kernel sem supportar allskonar möguleika, s.s. Console eins og kemur núorðið með flestum distróum

Open-source
Open-source er í raun bara það sem nafnið segir. Þetta er frír kóði sem hver sem er getur skoðað alveg í gegn og breytt að sínum þörfum. Það er í raun grunnur Linux kerfisins að það er frítt og opið hverjum sem er, bæði til lagfæringar og svo til notkunar.

Distró
Linux Distró eru í raun bara mismunandi útgáfur af Linux. Vinsælustu útgáfurnar eins og Redhat, Gentoo, Mandrake, SuSE eru í raun öll svipuð. Sum kerfin eru notendavænni en önnur biðja þig um að gera hlutina meira sjálfur en þannig einmitt lærirðu mest.
Eins og í mínu dæmi, þá byrja ég á því að láta upp Redhat, allt virkaði voða gaman en ég lærði ekkert. Því að þetta var bara ferli eins og í Windows. Next > Next og svoleiðis fram eftir götum. Síðan prófaði ég Gentoo og það er ekki eins notendavænt og Redhat í fyrstu en maður lærir mjög mikið á því. Núna er ég búinn að koma því í það form sem mér finnst gott. Svipað og Redhat er bara í. Ég er kominn með öll grunnforrit og svoleiðis og ég hef lært alveg helling á Linux og byrjað að skilja meira hvað liggur á bakvið þessu og af hverju fólki finnst þetta svona skemmtilegt.

X
X er grafíska umhverfið sem maður vinnur í á hverjum degi. Síðan er hægt að fá sér viðbót við X eins og flestir gera og eru þar til dæmis er hægt að fá sér Gnome eða KDE en það flokkast undir ?desktop enviroment?. Það semsagt tekur X og breytir því aðeins og bætir við ýmsum hlutum sem hönnuðum þessara hluta finnst flottari og flestum Linux notendum líka fyrst að þetta hefur náð svona mikilli útbreiðslu.

Persónulega myndi ég mæla með Linux til hvern þann sem hefur áhuga á því að læra meira á tölvur og hefur þolinmæðina. Þegar þú kannt orðið grunninn í þessu og allt er komið í gang þá er þetta bara eintóm ánægja og er miklu skemmtilegra að nota heldur en Windows. Sem dæmi um kosti má nefna er það að þú ert miklu frjálsari í Linux og getur stillt það að þínum þörfum og getur eiginlega bara gert allt. Það eru ekki þessir miklu veggir eins og eru í Windows sem binda þig.
Einnig er Linux er miklu ?stabílla? heldur en Windows.

Einnig er hægt að benda á FTP server rhnets en þar eru mörg Linux distró og allskonar forrit sem koma að góðu gagni í linux, þetta er á innanlandsdl svo að það þarf ekki að hafa áhyggjur af því. En slóðin er ftp://ftp.rhnet.is/pub

Jæja ég held að þetta sé komið nóg hjá mér og vona að þeir sem vissu ekkert eða lítið um Linux verði fróðari eftir lestur þessarar greinar og ef einhver sem kann mikið á Linux sér villu í þessu hjá mér þá væri fínt ef hann myndi taka það fram í svari, bæði til að auka visku mína og annara og Linux.

Icarus