Nordicos: Gott framtak hjá Norðurlandaráði Þegar ég var að lesa moggan um daginn þá rakst ég á frétt um nordicos.org. Fram kom að þessi síða er gerð af Norðurlandaráði og sé þeirra framlag til að benda á ókeypis open-source hugbúnað hvetja til notkunar hanns. Um 6 milljónir hafa verið settar í þetta verkefni. (synd þar sem ég og aðrir hefðum gert þetta ókeypis)

Ég ákvað nú að skella mér inn á síðuna og skoða hvað sé á seyði þarna og er mjög impressed. Til að byrja með þá þekkti síðan hvaðan ég væri að koma og birti mér allt á Íslensku. En einnig er hægt að velja um öll hin norðurlandamálin plús ensku.

Ekki minnkaði hrifningin þegar ég sá listann af forritum. Þetta er vel valinn listi af fullkláruðum og stabílum forritum. Ekkert er um forrit sem eru ennþá hálfkláruð eða hálfónýt. Passað er upp á að bjóða ekki upp á annað en það besta í hverjum flokki. Og ég held að þar hafi þeir hitt dáltið naglann á höfuðið. Allir hafa þurft að svambla um of mikið rusl áður en þeir hafa loks fundið forrit sem að dugar nógu vel. Og held að þetta ætti að auðvelda nýbyrjuðum aðilum að komast upp á lagið með notkun á Linux.

Þegar maður hefur valið forrit kemur upp síða um það þar sem að má velja um nokkra skýringar á hegðun forritsins. Þeir eru: Notkun, Saga, Uppsetning, Leiðarvísir, Stuðningur, Aðlögun og Flokkun. Hver texti er stuttur og hnitmiðaður en um fram allt hjálpsamur. Ennig eru Icon til hliðar sem sýna á hvaða stýrikerfi hægt er að nota forritið á.

Að auki má nefna ýmsar skýringar á hvað Open Source sé, leyfin og hugmyndafræðina plús náttúrulega forums og tengla.

Náttúrilega er fullt af hlutum sem mætti betur fara þarna en ég er samt endalaust hrifinn af þessu framtaki Norðurlandaráðs sem kemur á sama tíma og restin af evrópu er að reyna setja lög sem eru hönnuð til að eyða hreyfingunni