Steve Ballmer, forstjóri Microsoft, sagði á ráðstefnu á mánudaginn að Linux væri mesta ógn við stöðu Windows stýrikerfisins á markaðnum.

Margir segja Linux kjarna 2.4, sem var gefinn út í síðustu viku, vera mjög endurbætt útgáfa af Linux kjarnanum og geti hæglega keppt við Windows 2000 og Unix stýrikerfi á netþjónamarkaðinum.

“I think you have to rate competitors that threaten your core higher than you rate competitors where you're trying to take from them. It puts the Linux phenomenon and the Unix phenomenon at the top of the list,” sagði Ballmer orðrétt í tilkynningu á mánudaginn. “I'd put the Linux phenomenon really as threat No. 1.”

Ballmer gaf út þessa tilkynningu sama dag og Corel tilkynnti að það hygðist opinbera nýja stefnu fyrirtækisins þann 23. janúar nk, en búist er við að Corel muni selja Linux dreifinguna sína eða jafnvel hætta við hana. Microsoft fjárfesti nýverið í Corel fyrir 135 milljónir bandaríkjadali.