Knoppix - Linux beint af geisladisknum. Knoppix er “Live” Linux útgáfa, byggð á Debian, sem keyrir beint upp af 700mb geisladiski með fjöldann allan af forritum og tólum til hvers konar vinnslu. Einn helsti styrkleiki útgáfunnar er sérstaklega öflug sjálfvirk vélbúnaðargreining (automatic hardware detection), þ.e. Knoppix þekkir stóran hóp vélbúnaðar og setur upp réttu reklana sjálfvirkt.
Vegna sérstakrar “on-the-fly” þjöppunar inniheldur diskurinn um 1.8gb af forritum sem hægt er að keyra beint upp. Meðal þess sem má finna er KDE 3.1.1, Gnome 2.2, OpenOffice, Koffice, Abiword, Gimp, Mozilla, Apache og ógrynni fleiri forrita. Einnig er forritið knx-hdinstall til að setja Knoppix inn á harðadiskinn.

Sjálfur náði ég í Knoppix 3.2 beta útgáfu fyrir um mánuði síðan. Skrifaði diskinn. og endurræsti. Tölvan ræsti af geisladisknum og á móti mér tók valmöuleikakjár um ræsistilligar eins og t.d. tungumál og gluggaumhverfi. Ég ýtti bara á enter og leyfði sjálfvirku stillingunum að ganga í gegn.
2-3 mínútum síðar var ég kominn inn í KDE 3.1 tilbúið til notkunar. Knoppix setti upp mús, lyklaborð, hljóðkort, skjákort og netkort á eigin spýtur. Eini vélbúnaðurinn í tölvunni sem hefur linux stuðning en var ekki settur upp er Hollywood+ afspilunarkortið mitt.
Þar sem að Knoppix keyrir upp af geisladisknum geta stór forrit verið lengi að ræsa sig upp, t.d. var OpenOffice aðeins og lengi í gang fyrir minn smekk (eftir að búið er að ræsa það upp gengur það fínt).
Knoppix hentar vel til að kynna nýliðum fyrir linux, sem ræsidiskur og fyrir þá sem vilja geta keyrt upp linux hvar sem þeir setjast niður.


Ekki er hægt að nálgast Knoppix innanlands (svo ég viti) en ég sendi póst á ftpadm@rhnet.is til að biðja um speglun og fékk svör um að áhugasamir ættu að senda póst og biðja um Knoppix mirror og þá setja þeir hann örugglega upp á ftp.rhnet.is.

http://www.knopper.net/knoppix/index-en.html (heimasíða Knoppix)
http://knoppix.net/ (notendasíða gerð af notendum Knoppix)
ftp://ftp.uni-kl.de/pub/linux/knoppix/ (þýskur mirror)
http://www.pcbuyersguide.com/software/system/R eview-Knoppix_32.html (úttekt á Knoppix 3.2)
http://distrowatch.com/table.php?distribution=kno ppix (Knoppix á Distrowatch)