Ég er búinn að vera að vinna í því nokkra seinustu daga, inn á milli prófa, að undirbúa umskiptin miklu. Ég hyggst alfarið losa mig við Windows og þá ánauð sem því fylgir að vera hluti tannhjól heimsvaldastefnu stórfyrirtækja sem virða hvorki lög og reglur né almennt siðferði í viðskiptum.

Ég vissi það fyrirfram að slík umskipti yrðu enganvegin auðveld. Það er ein tölva sem umræðir og hún er Compaq Evo N800v. Heyrst hafa margar horrorsögurnar af kjöltuvélum og UNIX stýrikerfum. Vonlaust að fá þetta og hitt til að virka. Það er allskyns óárennilegur vélbúnaður sem leynist undir vélarhlífinni og ber þar helst að nefna ógurlegt WinModem, beint úr myrkustu brennisteinsholum helvítis, og TV-out dauðans!

Hægt og rólega tók ég að þreifa fyrir mér á Google og sjá hvort einhverjar ólánssamar sálir hefðu hoppað blindandi afturfyrirsig í hyldýpi Linuxkeyrðs Laptops. Ég rakst á margar gagnlegar síður sem að útskýrðu fyrir mér að Linux væri vinur kjöltuvéla, barna og jafnvel WinModema. Ég sjá jafnframt að Compaq-tölvur voru engin undantekning. Einhver kengruglaður Þjóðverji hafði meiraðsegja sett Linux upp á Evo N800v með mjög svipuðum vélbúnaði og mín inniheldur.

Hva? Ekki virkar þetta bara sisvona? Ég prófaði að henda niður Knoppix distróinu og þrykkja því á geislaplötu. Eins og flest börn vita þá er Knoppix Debian-byggt kraðak sem keyrir af geisladiski. Fullur eftirvæntingar startaði ég tölvunni upp á þessu undraspiffi. Vitir menn, *spoojjng*. KDE og læti, touchpad, hljóð, allt í gangi bara. Ég var sannfærður um að þetta ætti eftir að takast.

Þrír hlutir þurftu þó að virka svo að ég myndi skipta alfarið yfir:

C-Pen 10 - Made in Sweden en skilur mörg tungumál
HP Deskjet 5550 - Nýlegur bleksprautuprentari með ótal fídusum
Praktica Genius 1.0 - Seld í þýskalandi, framleidd í Taiwan og tekur myndir.

Þetta með prentarann var fljótafgreitt. Auðvitað var löngu búið að fá hann til að virka með öllum heimsins stýrikerfum. Myndi eflaust virka með Sinclair Spectrum ef einhver lóðaði Parallel port við hana.

Myndavélin var gjörsamlega glatað dæmi. Ég gat ekki einusinni fengið hana til að virka með Windows XP með góðu móti, ég myndi hugsanlega þurfa að dúalboota fyrir hana.

Ég var vongóður um Pennan Sjáandi. Framleiddur í Evrópu, meiraðsegja Norður-Evrópu og meiraðsegja í Skandinavíu. Við Aríarnir erum svo tæknilega sinnaðir og hávaxnir. Svíarnir eru hlutlausir og hafa eflaust búið til nokkra Linux drævera svona upp á að taka ekki afstöðu. Ég átti í skriflegum samskiptum við finnskan rugludall hjá C-Pen. Hann gerði mér grein fyrir því að heimsvaldastefnan ætti einn vin á Skáni sem væri sko ekki að fara að svíkja Dobbeljú!

En ég læt þetta ekki stöðva mig. Slackware 9.0 skal vera komið upp á þessa tölvu áður en Apríl-mánuður er liðinn. Ég neyðist til að dúalbútta þangað til að ég get látið þann vélbúnað sem ekki virkar með Linux hverfa á dularfullan hátt án vitundar betri helmingsins. En tilgangur þessarar greinar er í rauninni að koma með almenna fyrirspurn:

Er ekki kominn tími til að íslenska Linux-samfélagið komi sér upp lista yfir vélbúnaðarframleiðendur sem að ekki sýna neina viðleitni í að veita hökkurum aðgang að ritgerðum og vélbúnaði sínum? Hvernig væri nú að hér á hugi.is/linux væri komið upp svörtum (má vera appelsínugulur mín vegna) lista sem að innihéldi dæmi úr raunveruleikanum af viðskiptum íslendinga við vélbúnaðarframleiðendur og endurseljendur frá helvíti?

Kær kveðja
Drengur Óla
Andspyrnumaðu