Ég veit ekki hvað er að en það sýnist vera svo að ég geti bara ekki installað Linuxinu. Ég á nokkrar útgáfur af því og reyndi þær allar. Ég bootaði með floppy á öllum útgáfunum. Corel Linux virkaði ekki, beið í hálftíma eftir að startaði sér(það kom Loading Corel Linux, síðan fyrir neðan Starting Corel Linux), en það sýndist bara vera stopp því það var bara alls engin vinnsla. SUSE Linux 6.4 og Caldera OpenLinux ollu bæði General protection fault. Það kom “Loading Kernel OK”, en þegar komið var að “Booting Kernel”, þá kom þessi villa. Ég er með dualboot(Win2K og WinMe), disablaði BIOS virus protection. Linuxið átti að fara á sér 2 GB partition(E-drif). Ég vill endilega prófa þetta kerfi, ef þetta virkar. Maður fer bráðum að gefast upp á þessu.