Jæja, það er þessi tími aftur. Ég er að ná því að þýða upp allt sem hefur breyst og bæst við hjá Red Hat frá 8.0.
Það þýðir að það styttist í næstu útgáfu. Ekki spyrja mig um næstu útgáfu því ég má ekkert um það segja (Hef skrifað undir NDA).
Staða þýðinga Red Hat tólanna er á http://i18n.redhat.com/i18n/status.php4

Svo getið þið séð þessar skrár á http://www.ra.is/redhat/

Það sem mig vantar er að fá fleiri augu til að skoða þetta. Ef einhver nennir, væri voðalega gott að lesa yfir þetta og gá að stafsetningarvillum, málfræðivillum eða hreinlega bandvitlausum þýðingum.
Vil líka benda á að það er lítil hjálp fólgin í því að segja bara “þetta á línu XX í skránni YY tottar”. Langbest er ef með fylgir tillaga að betri lausn.

Athugasemdir og tillögur sendist á ra@ra.is :)