Greinin Mín um OGG vorbis - OGGvsMp3 <!– OGG B–>
Ég heyrði fyrst um þetta OGG format fyrir u.þ.b. 4 mánuðum, maður náttúrulega byrjaði á því að spyrja nördana og þeir öskruðu
á mig á sinn einstaka vinalega hátt “Read the fucking manual!”,
“Reyndu að finna hluti út sjálfur”
- hvernig geri ég það svaraði ég með hæðnisglotti,
<BR>
—-
<BR>
<P>Byrjum á að kynna þetta format/staðal og ástæður þess að það er betra en öll hin nýju sem hafa verið að skjóta upp kollinum nýlega og má þar nefna Windows Media, RealMedia, og kannski einhver fleiri. Aðalmarkmið þeirra virðist vera að hindra notkun tónlistar, svo ekki sé minnst á hversu góð hugmynd það er til að byrja með að leyfa fyrirtækjum eins og Microsoft og Real Networks að stjórna tónlistinni á tölvunni þinni.</P>

<P>En af hverju er OGG örðuvísi? svarið er mjög einfalt, það á eingin OGG vorbis, OGG er gert af fólki sem gefur vinnu sína því það trúir því að það sé að gera eitthvað að viti. Það getur hver sem er kuklað í OGG og dreift því svo lengi sem hann er ekki að selja það eða eigna sér það (meira um þetta í GPL - samningnum) Það kannast kannski flestir við þetta fyrirkomulag úr Linux heiminum.</P>

<P>MPEG2 staðalinn sem Mp3 notar er gamall og úr sér genginn, einnig hafa þeir sem eiga hann orðið full-gráðugir upp á síðkastið þeir eru nú farnir að heimta greiðslu fyrir öll þau forrit sem geta búið til Mp3 skjöl, flestir fara ekki eftir þessu en margir eru neyddir til þess. Auk þess hafa kannski sumir tekið eftir því að það var bókstaflega slökkt á internet-útvarpi
nýlega, já ég veit þið getið notað Shoutcast og látið 5 vini ykkar hlusta á það sem þið eruð að spila en það er ólöglegt og þess vegna neyddust margar stóru internet-útvarpsstöðvarnar til að hætta starfsemi sinni því MPEG eigendurnir fóru að heimta gjöld fyrir notkun mp3 í útsendingar.</P>

<P>Svo ég bæti nú aðeins við það þá má nefna DVD-staðalinn sem er ekkert annað en illur í mínum huga, þegar DVD var “ný” tækni fyrir 1-2 árum og verið var að kynna það sem harðast af BT meðal annars voru þeir virkilega stoltir og kynntu vel þá staðreynd
að með þessum nýja æðislega staðli væri engin leið til þess að þú gætir ráðstafað myndinni sem þú varst nýbúinn að kaupa, kvikmyndaverin myndu sko sjá til þess að ef þú keyptir ekki rétta DVD-Mynd á réttum stað á réttum tíma (sbr. region dæmið)
skyldu þeir troða ákæru niður kokið á þér.
…Og fólk hugsaði, nau, sniðugt. Kannski fáum við þá ódýrari DVD myndir núna þegar það er ekki hægt að afrita þær og þá geta kvikmyndaverin grætt meiri peningar og látið okkur fá ódýrari myndir.
Ég segi eins og Bubbi, fólk er kindur og þetta er held ég eina atriðið sem ég er sammála þeim manni í einhverju og læt ég verðlista skífunnar tala sínu máli.</P><P>En auðvitað ætlast ég ekki til að þið gleypið við lausninni blindandi og útaf hugsjóninni einni saman, þið munið gera það þegar þið áttið ykkur á að OGG er betra á allan máta en Mp3 og wma/rm sem þið eruð að nota núna.
,,Ég las einhverstaðar að OOG 170kbps væri jafn gott og Mp3 224Kbps, ég held ég geti sagt að það sé haugalygi, mér finnst OGG 64Kbps margfalt betra en 200kbps Mp3 og það eru nokkrar ástæður fyrir því.</P>

<P>OGG er einhvernvegin “hreint” , þegar maður hlustar á sama skjalið í mp3 og OGG formati trúir maður ekki egin eyrum, bassanum er ofaukið í Mp3 skjalinu, hljóðin eru einhvernvegin röng og manni finnst kannski ekkert að þeim fyrr en maður hlustar á þau í
almennilegum gæðum.</P>

<P>Þegar hlustað er á skjölin 3, (Upprunalega wav skjalið, OGG skjalið og Mp3 skjalið) finnur maður engan mun á OGG skjalinu og wav skjalinu (sem er gott) en hinsvegar finnur maður stórar breytingar á wav skjalinu og Mp3 skjalinu (sem er vont).</P>

<P>Eftir að ég gerði tilraunirnar fyrir þessa grein er ég gjörsamlega búinn að sannfærast, héðan í frá mun enginn geisladiskur inn í tölvu mína fara og verða breitt í Mp3, allt fer í OGG héðan í frá.</P>

<P>Mér finnst ég eiginlega ekki geta sagt meira um þetta, maður verður að heyra það til að trúa því þess vegna hvet ég alla til að prufa þetta fyrir sjálfan sig.</P><P>Og ekki vantar stuðning fyrir þetta format, öll betri forrit styðja það, winamp 2.8+, XMMS, iTunes (<A HREF="http://apple.slashdot.org/article.pl?sid=02/12/2 5/1532236&mode=thread&tid=141“>með smá lagfæringum</A>), og örruglega
einhver fleiri sem ég veit ekki um, flest forrit sem ég hef prófað hafa plug-in möguleika þannig það ætti að vera hægt að spila OGG í þeim þó það sé ekki hægt með standard útgáfu þeirra. Eina sem vantar uppá er stuðningur við að breyta OGG aftur í geisladisk en það er örruglega hægt að fá plug-in fyrir Nero til þess.</P>

<P>Eini gallin við OGG sem ég hef tekið eftir er sá að kóðun á OGG tekur rúmlega 5 sinnum lengri tíma en Mp3 kóðun auk þess sem meiri örgjöfafl þarf til að spila OGG skrár en Mp3 skrárnar, þetta skiptir þó engu máli ef þú ert með öflugri tölvu en 200-300Mhz og í mjög óformlegu testi var winamp að taka 6% örgjafafl við spilun á OGG skjölum Miðað við 2% á Mp3 Skjölum.</P>


<P>//Lokaorð//</P>

<P>Ég vil hvetja alla til að prófa þessa lausn og athuga fyrir sjálfan sig muninn á OGG og Mp3 en alls ekki ef ykkur líkar við það fara að breyta öllum Mp3 skjölunum ykkar í OGG, það býður bara uppá meiri gæðamissi það sem þið egið að gera er að taka upprunalega geisladiskinn og breyta honum í OGG og vera með blandað safn af OGG & Mp3 skjölum í nokkur ár (eða þangað til þið) náið að breyta öllu eða bara því sem þið viljið breyta.</P>

<P>(257/2860)*100 = 8.986% &lt;– Þetta er sú prósenta sem OGG er af öllu tónlistarsafni mínu í dag, hún fer hækkandi.</P>

—-


Kóðunin sjálf:
<PRE>
//——————
//—————- –

Kóðun á ”The Wall“ með Pink Floyd. úr wav formati.


OGG* Mp3**
Varieble bitrate 160-256 - Varieble bitrate 160-256
——————————————- ———-
OGG Encoding: 2430 secs 40mins & 30secs
Mp3 Encoding: 467secs 7mins & 47secs
———————————————– ——

——————————————— ——–
Tölva: AMD Athlon XP 1800+ 1667MHz, 256MB DDR RAM,
Notað var forritið <A HREF=”http://winlame.sourceforge.net“>Winlame Rc3</A> til að kóða skjölin.

*Running Processes 40, apps 3: Opera, winLAME, explorer.exe, Þetta skjal í notepad
**Running Processes 40, apps 3: Opera, winLAME, explorer.exe, Þetta skjal í notepad

//——————
//——————
</PRE>
Notuð voru forritin: 1. <A HREF=”http://www.realone.com“>RealOne</A>(Wav) 2. <A HREF=”http://winlame.sourceforge.net“>Winlame Rc3</A> (OGG) 3. <A HREF=”http://www.softartstudio.com/tagcontrol/“>Aband er Tagcontrol (Tags)</A>


<P>&copy;Ævar Arnfjörð Bjarmason :: <A HREF=”mailto:aab8469959 at hotmail.com">Póstur</A></P>
<SMALL>
Grein þessi er vernduð með höfundarrétti. Ekki gera neitt heimskulegt.
</SMALL>

<P>
<!– OGG E–