[INNLEIÐSLA]

Nú er þannig mál með vexti að ég er búin að vera að leika mér með
linux í smá tíma og er nýbyrjaður að kjósa minn eigin vistþiðna
kjarna fram yfir þá kjarna sem flestar linux útgáfur bjóða upp á.
Það liggur nú oftast best við að ná í nýjasta vanillu-kjarnan og
vistþýða hann, en þess má geta að vanilla er einungis gælunafn
yfir hreinan kjarna frá http://kernel.org/. Og til að tjúna
aðeins upp kjarnan getur verið góð hugmynd að plástra kjarnan með
preemtive plástri og skipta út POSIX-Þráðum út með NGPT (Next
Generation Posix Threads). Fyrir þá sem þekkja ekki mismunin á
preemtive og non-preemtive er bent á linuxleitarvél google
http://www.google.com/linux/ og nota td. “preemtable
nonpreemtable resources” sem leitarorð.

En hvar finn ég svo þessa plástra gæti einn spurt ? Nú stór hluti
af kjarna plástrum liggja undir “/pub/linux/kernel/people” á
ftp.kernel.org og er líklegt að finna flesta plástra fyrir linux
kjarna þar.

[PLÁSTRUN Á KJARNA]

Þegar að maður er komin með þá plástra í hendurnar sem maður
ætlar að plástra með, en það má td. gera á efirfarandi hátt:

Flytjið plásturinn sem þið ætlið að plástra með inn í
“/usr/src/linux”

Til að fullvissa sig áður en plásturinn er innsettur þá er vert
að athuga hvort að linux sýndartengillin bendi á réttan kjarna.

það er hægt að gera það á marga vegu eins og td. með að útfæra
eftirfarandi skipun inn í “/usr/src”:
“ls -l”
Eða þessa:
“file /usr/src/linux”

Og þá svarar skelin með hvaða möppu sýndartengillin bendir á

dæmi:
Ef þú ert með kjarna 2.4.20 þá myndi þessi skipun benda á
möppu sem heitir linux-2.4.20/

Nú þegar að það er búið að fullvissa sig um að linux
sýndarlinkurinn sé réttur þá er hægt að plástra kjarnan

Plástrar geta komið með annaðhvort þjappaðir eða óþjappaðir og
eftir því hvaða viðhengi þeir bera

fyrir plástur að gerðinni .patch

cat patch minn.patch | patch -p1

fyrir plástur að gerðinni .gz

zcat minn.patch | patch -p1

fyrir plástur að gerðinni .bz

bzcat minn.patch | patch -p1

Ef maður er ekki klár á hvernig cat, patch skiparnirnar þá er
bent á að nota manual pages skipunina (man patch og man cat) Og
þegar að maður plástrar þá ætti að sjást útskrift á skjánum hvað
það var sem var plástrað. Næsta skref væri svo líklegast það að
stilla kjarnan af með að ræsa upp
“make menuconfig”
og eftir það að vistþýða kjarnan með
“make dep && make bzImage modules modules_install”
Fyrir þá sem vantar frekari upplýsingar sambandu við kjarnan er
bent á KERNEL-HOWTO hjá Linux Documentation Project.

[AÐRAR UPPLÝSINGAR]

Útgáfa skjals: 1.00 útgefin 7 des 2002.

Fyrir þá sem ekki eru alveg með á hreinu hvað plástur er þá er
það bara þýðing á enska orðinu patch. Nú ef þú hefur einhverjar
ábendingar vilt tilkynna villur í greininni þá er hægt að senda
póst á höfundinn í eftirfarandi netfang
sammi@techattack.nu

[SLÓÐIR]

Heimasíða höfundar
http://www.techattack.nu/

Nýjastu kjarnarnir
http://www.kernel.org/

Linux leitarvél Goggle
http://www.google.com/linux/

Næsta Kynslóð POSIX þráða (NGPT)
http://www-124.ibm.com/developerworks/oss/pthreads/

Linux Documentation Project
http://www.tldp.org/

KERNEL-HOWTO
http://www.tldp.org/HOWTO/Kernel-HOWTO.html