Ok ég held að ég sé að missa langbestu vinkonu mína…..:(
Ég kynntist henni í 2.bekk og síðan þá höfum við verið eins og ein manneskja.Alltaf saman alla daga alveg frá morgni til kvölds. Svo um daginn kom ný stelpa í bekkinn og enginn vildi tala við hana. Og ég og vinkona mín tókum okkur saman og ákváðu að tala við hana.Vinkona mín var of feimin til að tala svo að ég talaði við hana.Og bauð henni að sitja hjá okkur en hún neitaði svo einn daginn sagði hún já og settist hjá okkur. Eftir nokkra mánuði vorum við orðnar góðar vinkonur(við þrjár)hún var alltaf með okkur og svoliss. En svo fyrir stuttu síðan fór ég að taka eftir því að ´hún fór að vilja frekar tala við vinkona mína(t.d var hún ALLTAF að senda henni miða í tíma en aldrei mér) Svo um daginn komst ég að því að hún væri að baktala mig og vinkonu mína. Við urðum frekar sárar en við ákváðum að halda áfram að vera vinkonur hennar.Svo við ræddum þetta aldrei við hana svo hún veit ekki að við vitum að hún hefur verið að baktala okkur. Núna er hún farin að spilla vinkonu minni, og ég varð frekar reið og er nú hætt að tala við hana. Þá kemur í ljós að vinkona mín er meira með henni eftir að ég er komin í fýlu út í hana(nýju stelpuna). Og núna er hún með henni daglega og hefur þetta verið svona í viku. Og við sem vorum 2 saman allan daginn!Ég trúi því ekki að þessi stelpa sé að stela bestu vinkonu minni og einu manneskjunni sem ég treysti.Fólk sem þekkir mig og vinkonu mína vita hversu samrýmdar við erum! Aðalástæðan fyrir því(að sögn vinkonu minnar) að hún sé svona mikið með þessari stelpu núna er sú að ´hun hefur engann annan(sem er satt) en hvern hef ég ef hún er alltaf með henni? Við höfum gert allt saman svo ég hef ekki vingast mikið við aðra krakka ekki svo að ég geti kallað þá vini mína. Hvað á ég að gera? Hef ég missi hana á ég ekkert eftir:(
Kveðja frá Stefaníu og persunum fimm:*